Ung börn, sérstaklega smábörn, eru forvitin af eðlisfari um umhverfi sitt og rannsaka heimili sitt algjörlega ómeðvituð um þær hættur sem þau geta ratað í. Því er lífsnauðsynlegt að geyma fljótandi þvottaefnishylki þar sem börn ná ekki til. Það þarf aðeins nokkur grunnatriði til að koma í veg fyrir slys. Það sem þú þarft fer allt eftir uppsetningu heimili þíns. Ef þú getur ekki geymt fljótandi þvottaefnishylki í háum skáp eða á hárri hillu, er auðvelt að koma í veg fyrir að barn komist í vöruna með því að nota barnalæsingu.
Barnalæsingar eru sérhæfðir lásar fyrir skápa, skúffur, o.s.frv. sem eru hannaðir til að koma í veg fyrir að börn komist yfir eitthvað sem gæti verið hættulegt fyrir þau. Hægt er að festa þær á hurðir skápa eða skúffa. Það eina sem þarf er ferð í byggingarvöruverslun eða barnaverslun til að finna það sem þú þarft á viðráðanlegu verði.
Þessi lásbúnaður er til í nokkrum útgáfum með mismunandi uppsetningarkerfum og festingum. Þú þarft að velja það sem hentar þeim húsgögnum þar sem þú geymir fljótandi þvottaefnishylkin þín.
Til dæmis getur þú valið á milli renndar skápalæsingar, öryggisólar, skápalæsingar og segullæsingar:
Það er til mikið úrval af barnalæsingum á markaðinum. Til þess að velja viðeigandi lás fyrir heimili þitt skaltu þiggja ráð frá sérfróðum sölumönnum. Þeir hafa mikla reynslu og munu hjálpa þér að velja rétta gerð af barnalæsingum.
Mundu að stuðla að öryggi barna heima, geyma fljótandi þvottaefnishylki frá börnum og þar sem þau ná ekki til þeirra! Geymið hylki fjarri börnum! www.keepcapsfromkids.eu