Snjallar geymsluhugmyndir

Notaðu barnalæsingar

Hafðu heimili þitt og börnin þín örugg

Ung börn, sérstaklega smábörn, eru forvitin af eðlisfari um umhverfi sitt og rannsaka heimili sitt algjörlega ómeðvituð um þær hættur sem þau geta ratað í. Því er lífsnauðsynlegt að geyma fljótandi þvottaefnishylki þar sem börn ná ekki til. Það þarf aðeins nokkur grunnatriði til að koma í veg fyrir slys. Það sem þú þarft fer allt eftir uppsetningu heimili þíns. Ef þú getur ekki geymt fljótandi þvottaefnishylki í háum skáp eða á hárri hillu, er auðvelt að koma í veg fyrir að barn komist í vöruna með því að nota barnalæsingu.

Notaðu barnalæsingu

Barnalæsingar eru sérhæfðir lásar fyrir skápa, skúffur, o.s.frv. sem eru hannaðir til að koma í veg fyrir að börn komist yfir eitthvað sem gæti verið hættulegt fyrir þau. Hægt er að festa þær á hurðir skápa eða skúffa. Það eina sem þarf er ferð í byggingarvöruverslun eða barnaverslun til að finna það sem þú þarft á viðráðanlegu verði.

Þessi lásbúnaður er til í nokkrum útgáfum með mismunandi uppsetningarkerfum og festingum. Þú þarft að velja það sem hentar þeim húsgögnum þar sem þú geymir fljótandi þvottaefnishylkin þín.

Til dæmis getur þú valið á milli renndar skápalæsingar, öryggisólar, skápalæsingar og segullæsingar:

  • Renndar læsingar eru festar á húna og handföng skápahurða. Auðvelt er fyrir fullorðna að nota þessa læsingu. Stöngin þarf aðeins þarf að vera í beinni línu við handföngin og síðan skal renna lásnum á sinn stað. Skápahurðir eru fastar, en auðvelt er að fjarlægja lásinn og opna þær. Renndar læsingar eru hannaðar þannig að þær skilja ekki eftir rispur á húsgögnunum þínum og skaða ekki börn sem gætu reynt að opna þær.
  • Öryggisólar eru festar á ytra yfirborð skáphurða og skúffa. Festa verður ólina á fasta og hreyfanlega hluta húsgagnanna og kemur það í veg fyrir að börn geti opnað skúffur eða hurðir. Samt sem áður er auðvelt fyrir fullorðna að opna þennan lás.
  • Öryggislæsingar koma í veg fyrir að skáphurðin sé opnuð án þess að klemma fingur, sem getur verið sársaukafullt. Þeim er einfaldlega komið fyrir innan í skápa og skúffur og eru ósýnilegar nema að hurðin eða skúffan sé opnuð. Kerfið leyfir takmarkaða opnun fyrir foreldra til að lyfta læsingunni og samþætta hlífin kemur í veg fyrir að hurðin skellist aftur á fingurna.
  • Segullæsingum er komið fyrir innan í skápum og eru ekki sýnilegar utan frá. Sumar segullæsingar þarf að festa tryggilega með skrúfu að innanverðu en fyrir aðrar þarf ekki að bora fyrir. Segullykil þarf til að aflæsa hurðina.

Það er til mikið úrval af barnalæsingum á markaðinum. Til þess að velja viðeigandi lás fyrir heimili þitt skaltu þiggja ráð frá sérfróðum sölumönnum. Þeir hafa mikla reynslu og munu hjálpa þér að velja rétta gerð af barnalæsingum.

Mundu að stuðla að öryggi barna heima, geyma fljótandi þvottaefnishylki frá börnum og þar sem þau ná ekki til þeirra! Geymið hylki fjarri börnum! www.keepcapsfromkids.eu